ENGLISHEN
BLoGG

Brunavarnaáætlanir sveitarfélaga - næstu skref

Mikilvægi brunavarnaáætlana

Brunavarnaáætlanir sveitarfélaga sem gilda í fimm ár í senn, halda utan um markmið sveitarstjórnar fyrir starfsemi viðkomandi slökkviliðs. Í henni eru skilgreind verkefni slökkviliðs og umfang þjónustu þess. Enn fremur er þar skilgreindur útkallstími slökkviliðs, stærð útkallsliðs og helstu upplýsingar um starfsemi slökkviliðsins þurfa að koma fram.

Stærsta forsenda fyrir áætluninni er gerð áhættugreiningar og útreikninga fyrir áhættur sveitarfélagsins til þess að leggja mat á getu slökkviliðs til þess að takast á við verkefni sem áhætturnar geta haft í för með sér. Út frá niðurstöðum áhættumats er hægt að gera sér betur grein fyrir því hvar þarf að gera úrbætur og í kjölfarið gera tímasetta framkvæmdaáætlun fyrir gildistíma áætlunarinnar.

Brunavarnaáætlanir halda því utan um mikilvægar upplýsingarfyrir bæði íbúa, stjórn sveitarfélagsins og ekki síðst hönnuði um starfsemi og getu slökkviliðsins.

Kröfur

Hverju sveitarfélagi er skilt að hafa brunavarnaáætlun í gildi skv. 13 gr. laga 75/2000 um brunavarnir. Reglugerð 747/2018 um starfsemi slökkviliða fjallar svo nánar um hvað skal koma fram í henni en oftast er sér slökkviliðsstjóri sér um gerð hennar fyrir hönd sveitarfélagsins og leggur hana svo til samþykktar sveitarfélags og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).

Það hefur ekki gengið nógu vel að fá öll sveitarfélög til að hafa brunavarnaáætlanir í gildi og eru mismunandi ástæður fyrir því. Sum slökkvilið hafa útbúið brunavarnaáætlanir sem hafa annað hvort ekki fengið samþykki sveitarstjórnar og/eða HMS og verða stopp þess vegna. Á tímabili var almennt talinn skortur á leiðbeiningum fyrir gerð brunavarnaáætlana eða þær leiðbeiningar sem voru til þóttu ekki nægjanlega skýrar.

Aðferðarfræði

Í dag hefur HMS útbúið forsnið sem hægt er að nýta sér ásamt reikniskjali fyrir gerð áhættumats. Silvá Kjærnested verkfræðingur hjá ÖRUGG vann þessi forsnið og vann við yfirferð og samþykktir brunavarnaáætlana á árunum 2018-2021 hjá MVS/HMS. Hún býr því yfir mikilli þekkingu á gerð brunavarnaáætlana og þekkir einnig þau vandamál sem geta komið upp við samþykkt þeirra. Jafnframt var Davíð Snorrason, verkfræðingur hjá ÖRUGG, fagstjóri brunamála hjá stofnuninni á sama tíma og hefur einnig yfirgripsmikla þekkingu ábrunavarnaáætlunum og starfsemi slökkviliða almennt enda bar hann ábyrgð á málaflokknum á árunum 2018-2020.

Forsniðin sem finna má á heimasíðu HMS gefa góða hugmynd umhvað áætlunin þarf að innihalda en það er áhættugreiningin sem sumir virðast stoppa á. Þar koma sérfræðingar ÖRUGG sterkir inn við gerð bæði einfaldra og flóknari áhættugreininga allt eftir umfangi sveitarfélags. Mörg sveitarfélög lenda í vandræðum þegar kemur að samkomulagi um hvernig framkvæmdaáætlun á að líta út og oft er ekki samhljómur milli slökkviliðs og sveitastjórna. Það getur því verið gott að fá utanaðkomandi aðstoð og horfa á málefni slökkviliðsins úr ákveðinni fjarlægð. Forsniðin og þá sérstaklega reikniskjalið fyrir áhættugreininguna henta mun betur smærri slökkviliðum, en geta einnig hjálpað til við að ná utan um starfsemi stærstu slökkviliðana, þar sem þörf er á yfirgripsmeiri áætlun og nánari greiningu.

Hvernig getur ÖRUGG hjálpað

ÖRUGG verkfræðistofa tekur að sér gerð brunavarnaáætlana og áhættumats fyrir minni og stærri slökkvilið, ásamt því að aðstoða við afmarkaða hluta hennar t.d. áhættugreiningu. Einnig getum við aðstoðað við að greiða úr vandamálum sem samþykkt áætlunarinnar gæti hafa stoppað á og veitt slökkviliðum og sveitarfélögum stuðning við ýmis verkefni þar sem reynsla okkar nýtist.