ENGLISHEN
RANNSÓKNIR

VIÐ ERUM ÖRUGG

VIÐ STUNDUM RANNSÓKNIR

RANNSÓKNIR

Starfsmenn ÖRUGG verkfræðistofu hafa komið að rannsóknum tengdum brunatækni, áhættu- og öryggisgreiningu í fjölmörgum innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum. Vinna tengd gerð alþjóðlegra staðla á ofangreindum sviðum er einnig mikilvæg í rekstri ÖRUGG, til að tryggja ávallt bestu þjónustu í hönnun. Gerðar hafa verið fjölmargar eigindlegar og megindlegar greiningar í rannsóknarsamhengi.
  • Brunatæknilegar rannsóknir
  • Þróun brunatæknilegra staðla og reglugerða
  • Áhættugreining sem hluti hönnunar
  • Öryggi mikilvægra innviða
  • Greining á áhættumati þjóða og samanburður milli landa
Rafbílar
Með sívaxandi fjölda rafknúinna ökutækja er snjöll útfærsla hleðslustöðva og almennra innviða fyrir rafbíla mikilvægur liður í víðtækari skipulagningu orkuskipta. ÖRUGG sér um að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við stefnumörkun varðandi hleðslumál rafbíla. Starfsmenn ÖRUGG hafa einnig séð um gerð leiðbeininga og skýringarefnis fyrir rafbíla og hleðslu þeirra í fjölbýlishúsum.
Staðlagerð og leiðbeiningar
Starfmenn ÖRUGG hafa mikla reynslu í gerð leiðbeininga og staðla sem tengjast brunavörnum, áhættustjórnun og öryggismálum almennt. Einnig búum við yfir víðtækari reynslu í gerð kennsluefnis, sem tengjast brunavörnum í byggingarreglugerð og á sviði byggingarvöru.