ENGLISHEN
ÖRYGGI

VIÐ ERUM ÖRUGG

VIÐ HÖNNUM ÖRYGGI

ÖRYGGI

ÖRUGG verkfræðistofa sinnir alhliða ráðgjöf í öryggishönnun. Reynslan byggir á öryggishönnun fjölmargra bygginga stofnana og fyrirtækja. Grunnur öryggishönnunar liggur í öryggisáhættugreiningu, með ógnar- og mikilvægisgreiningar sem forsendur öryggisvarna. Mikil þekking er á útfærslu raunlægra (e. physical) öryggisvarna, en til að finna bestu heildarlausnir er nauðsynlegt að ná jafnvægi milli mismunandi öryggisvarna miðað við ásættanlegt öryggisstig.
  • Öryggisáhættugreiningar
  • Öryggishönnun mannvirkja
  • Öryggistæknilegar lausnir gagnvart innbrotum, skotárásum og sprengingum
  • Ógnargreining gagnvart mismunandi starfsemi
  • Öryggishandbækur
  • BREEAM vottanir - öryggi
  • Hermun sprenginga og hönnun sprengivarna
  • Aðgangsstýring og ákvörðun öryggisstigs
  • Ákeyrsluvarnir og öryggi fólksfjölda
  • Samfelldniáætlanir reksturs (e. Business Continuity Plans)
Öryggisáhættugreiningar
Löng reynsla er í hönnun öryggisvarna fyrir fyrirtæki og stofnanir. ÖRUGG nálgast öryggishönnun með öryggisáhættumati, þar sem tekið er tillit til mismunandi ógna, fyrir mismunandi starfsemi. Mikilvægi starfsemi og veikleikar eru greind til að meta áhættuna í heild. ÖRUGG tekur þátt í þróun alþjóðlegra staðla um öryggisvarnir, sem veitir forskot í þekkingu.
Öryggisvarnir mannvirkja
Byggja þarf upp öryggi gagnvartinnbrotum, hryðjuverkum og skemmdarverkum með mörgum varnarlögum. Engar varnir eru 100% öruggar og því þarf að meta virkni og hlutverk hvers varnarlags m.t.t. þeirra ógna sem greindar hafa verið. ÖRUGG hefur séð um hönnun og útfærslu öryggisvarna fyrir allar tegundir af ógnum svo sem innbrotavarnir gluggakerfa og hurða, sprengiþol útveggja, skotvarnir glers, árekstrarvarnir utan bygginga og sprengiþols vegna hryðjuverkaárása.
Öryggishandbækur
ÖRUGG sér um gerð öryggishandbóka vegna reksturs bygginga. Í handbókunum er að finna upplýsingar um öryggisráðstafanir, viðbragðsáætlanir og tæknilegan búnað, sem nauðsynlegur er til að starfsemin geti gengið snurðulaust fyrir sig við áföll. Í viðbragsáætlun um er að finna leiðbeiningar um rétt viðbrögð við bruna, öryggishættu og annarri vá. Einnig eru hlutverk einstaklinga og ábyrgðir skilgreindar og áætlun gerð um æfingar og uppfærslur handbókarinnar.
Innbrota- og skotvarnir
Innbrota- og skotvarnir geta verið mikilvægur hluti öryggisvarna bygginga, allt eftir því hvaða ógnir hafa verið greindar. Fjölmargir staðlar og prófunaraðferðir skilgreina öryggiskröfur fyrir glugga, gler, hlera, hurðir og veggi, eftir því hvaða tegund árásar á að verjast.  Kröfur til skothelds glers eru t.d. háðar tegund skotvopna og þar af leiðandi tegund kúlu, stærð, kjarna hennar og hraða. Kröfur til innbrotavarna stjórnast m.a. af tegund verkfæra, þekkingu og tíma til innbrota.
ÖRUGG aðstoðar við að greina þarfir og útfærslur á öryggisgleri og gluggum, hurðum og öðrum hlutum bygginga, hvort sem um er að ræða varnir gegn innbrotum, skotárásum eða sprengingum.  
Sprengigreiningar
ÖRUGG hefur upp á aðbjóða sérhæfða þekkingu og hugbúnað til að greina sprengihættu vegna gass, hættulegra efna og sprengiefnis. ÖRUGG hefur gert fjölmargar greiningar álíkindum atburða og mögulegum afleiðingum. ÖRUGG notar hugbúnað til að gera sprengitæknilegar greiningar í þrívídd, sem geta gefið mikilvægar upplýsingarum afleiðingar og nauðsynlegar varnir.
BREEAM vottanir - öryggi
ÖRUGG tekur að sérráðgjöf varðandi öryggismál, viðbragðsmál og brunavarnir fyrir aðila sem vinna að öflun BREEAM-vottana fyrir byggingar. Mikilvægt er að viðbragðs- og rýmingaráætlanir og öryggisáhættugreining taki tillit til krafna BREEAM til að tryggja að einkunnagjöf fyrir þá þætti sé eins og best verður á kosið.