ENGLISHEN
BIM

VIÐ ERUM ÖRUGG

VIÐ STYÐJUM BIM

BIM

Með vinnu samkvæmt BIM aðferðarfræði verður öll samræming hönnunargagna markvissari. Framsetning brunavarna í BIM umhverfi stuðlar að bættu upplýsingaflæði til annara fagsviða og upplýstri ákvarðanatöku. Starfsmaður ÖRUGG verkfræðistofu hefur lokið M.Sc. gráðu með áherslu á BIM aðferðafræði og hjá stofunni liggur mikil þekking og reynsla af vinnu í BIM umhverfi.
  • Brunahönnun í BIM umhverfi
  • BIM stjórnun verkefna
  • Skilgreining á BIM markmiðum og val BIM aðgerða
  • Gæða- og árekstraprófanir hönnunarlíkana
  • Afhending stafrænna hönnunargagna
Framsetning brunahönnunar í BIM umhverfi
ÖRUGG hefur þróað verklag við framsetningu brunahönnunar í BIM umhverfi. Til verður sérstakt BIM líkan sem heldur utan um kröfur um brunavarnir.  Í líkaninu koma m.a. fram upplýsingar  um brunahólfandi skil, kröfur um staðsetningu og gerð öryggisbúnaðar og leiðamerkinga og fyrirkomulag neyðarlýsingar. Líkaninu er svo miðlað til annarra fagsviða og fá aðrir hönnuðir þannig mun betri yfirsýn yfir kröfur til brunavarna. Brunahönnuður verður þannig virkur þátttakandi í hönnun í BIM umhverfi.
BIM stjórnun
Við tökum að okkur BIM stjórnun verkefna og komum þannig að markmiðasetningu og vali BIM aðgerða, skilgreiningu á kröfum um framsetningu og verklag við hönnun, skilgreiningu þróunarstiga (LOD) og framkvæmd gæðaprófana og samræmingar hönnunarlíkana. Skilvirk BIM stýring verkefna stuðlar að auknum gæðum hönnunargagna og getur opnað möguleika á frekari hagnýtingu þeirra við framkvæmd og rekstur mannvirkis.
Val BIM markmiða og aðgerða
Með BIM markmiðum er átt við hver meginmarkmið eru með hönnun í BIM umhverfi. Hvert og eitt verkefni þarf að nálgast út frá þörfum verkkaupa og á grundvelli þeirra eru sett fram gildishlaðin markmið. Dæmi um markmið gætu verið aukin skilvirkni í hönnun, koma í veg fyrir hönnunarárekstra á verkstað eða skil upplýsinga fyrir rekstur bygginga. Eftir slíka markmiðasetningu eru skilgreindar aðgerðir sem ætlað er að stuðla að því að markmiðunum verði náð. Dæmi um slíkar aðgerðir gætu verið þrívíð samræming, gæða- og árekstraprófanir hönnunarlíkana eða gerð reyndarlíkans í samræmi við þróunarstig.
Gæða- og árekstraprófanir hönnunarlíkana
Við mótun BIM verkefnisáætlunar eru tímasetningar gæðaprófana ákvarðaðar m.t.t. skilgreindra verkefnisvarða, s.s. í tengslum við áfangaskiptingu byggingar eða lok hönnunarfasa. Tíðni og fyrirkomulag slíkra gæðaprófana tekur ávallt mið af umfangi verkefnisins. ÖRUGG hefur yfir að ráða öflugum hugbúnaði til að framkvæma gæða- og árekstrapróf á hönnunarlíkönum og miðla niðurstöðum þeirra til hlutaðeigandi með skilvirkum hætti.
Stafræn samskipti
Mikilvægur þáttur í stjórnun BIM verkefna er að skipulagning á stafrænni samvinnu milli þátttakenda verkefnisins. Tekið er á hlutum eins og vali og uppsetningu á verkefnavefslausnum, tíðni upplýsingamiðlunar, og grunnuppsetningum mismunandi faglíkana með það að markmiði að öll samskipti innan verkefnateymis verði með markvissum hætti.
Afhending stafrænna hönnunargagna
Í lok hönnunar og framkvæmdar er almennt reyndarlíkani skilað til verkkaupa eða rekstraraðila byggingarinnar. Oft gerir verkkaupi kröfu um að reyndarupplýsingar geti nýst við rekstur og stjórnun byggingar og þarf þá að skilgreina nákvæmni þeirra upplýsinga sem óskað er. Nákvæmnin er skilgreind í samræmi við þróunarstig (LOD) og því kostur að það liggi fyrir snemma í hönnunarferlinu hvaða væntingar verkkaupi hefur til upplýsinga reyndarlíkans.