UMHVERFI
Umhverfisstjórnun er mikilvægt stjórntæki við rekstur fyrirtækja til þess að vernda umhverfið gegn hugsanlegri mengun, lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og til að sýna góðan árangur í umhverfisvernd með því að birta frammistöðumælikvarða umhverfismála. Starfsmaður ÖRUGG verkfræðistofu hefur mikla reynslu í umhverfisstjórnun stórra og flókinna alþjóðlegra byggingarframkvæmda og framleiðslufyrirtækja. Þar má m.a. nefna “Grand Ethiopian Renaissance Dam” sem er stærsta virkjun sem hefur verið byggð í Afríku og mun verða sú sjöunda stærsta í heiminum. ÖRUGG getur því aðstoðað við að koma á fót, innleiða og starfrækja nauðsynlegar aðferðir til að vernda umhverfið.
- Umhverfisáætlanir fyrirtækja og stofnana
- Umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001
- Innri úttektir umhverfisstjórnunar
- Umhverfismat fyrir öll þrep framkvæmda
- Vinnustaðaúttektir og útbótaáætlanir
- Verkferlar er varða umhverfismál
- Forvarnir vegna spilliefnaslysa og val á spilliefnavörnum
- Viðbragðs- og neyðaráætlanir
- Samfélagsábyrgð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
- Innri úttektir á umhverfisstjórnun samkvæmt ISO 19001
- Rýni á lagalegum kröfum og samningskröfum
- Rannsóknir á umhverfisslysum
- Þjálfun í umhverfismálum og rýni stjórnenda
- Vistvæn brunahönnun