ENGLISHEN
VIÐBRAGÐ

VIÐ ERUM ÖRUGG

VIÐ HÖNNUM VIÐBRAGÐ

VIÐBRAGÐ

ÖRUGG verkfræðistofa byggir á áratuga reynslu í viðbragðsmálum fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Gerðar hafa verið fjölmargar rýmingar- og viðbragðsáætlanir, sem taka tillit til starfsemi, þekkingar fólks og aðstæðna. ÖRUGG hefur einnig séð um framkvæmd rýmingaráætlana fyrir fyrirtæki og stofnanir, og aðstoðað við innleiðingu viðbragðsferla.
  • Viðbragðs- og rýmingaráætlanir
  • Heimaáætlanir
  • Hönnun viðbragðsferla
  • Neyðarstjórnun
  • Brunavarnaáætlanir sveitarfélaga
  • Rekstrarsamfelldni áætlanir
  • Greining hættulegra atvika og veikleika í vörnum
  • Áhættumat og áfallaþol
  • Framkvæmd æfinga og eftirfylgni
Viðbragðs- og rýmingaráætlanir
Starfsmenn ÖRUGG búa yfir mikilli reynslu í gerð viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir ýmsar tegundir starfsemi s.s. hótel, verslunarmiðstöðvar, íþróttamiðstöðvar, skóla og ýmsa iðnaðarstarfsemi. Í viðbragðs- og rýmingaráætlun er allt ferlið skilgreint frá uppgötvun hættuástands þar til viðbragðsaðilar mæta á staðinn. Virkni brunatæknilegra kerfa er skilgreind, sem og hlutverk mismunandi aðila þannig að viðbrögð við hættuástandi séu fumlaus og áhættu haldið í lágmarki.
Heimaáætlanir
ÖRUGG setur upp heimaáætlanir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Tilgangur með heimaáætlunum er að viðbragðsaðilar eins og slökkvilið hafi mikilvægar upplýsingar um brunavarnabúnað og áhættur í byggingum. Það tryggir skilvirk störf viðbragðsaðila sem lágmarkar tjón. Því er um að ræða mikilvægan þátt til að minnka áhættu fyrir fólk og rekstur og á sérstaklega við í flóknum byggingum eða þar sem starfsemi kallar á sérhæfð viðbrögð.
Brunavarnaáætlanir
ÖRUGG tekur að sér ráðgjöf fyrir slökkvilið og sveitarfélög varðandi brunavarnaáætlanir og skipulag og uppbyggingu slökkviliða. Nálgun ÖRUGG er að brunavarnaáætlanir endurspegli stöðuna með raunhæfum hætti og skilgreini skipulag og uppbyggingu slökkviliðs til lengri tíma, í samræmi við áhættur sem eru til staðar í viðkomandi sveitarfélagi.
Brunavarnaáætlanir
ÖRUGG tekur að sér ráðgjöf fyrir slökkvilið og sveitarfélög varðandi brunavarnaáætlanir og skipulag og uppbyggingu slökkviliða. Nálgun ÖRUGG er að brunavarnaáætlanir endurspegli stöðuna með raunhæfum hætti og skilgreini skipulag og uppbyggingu slökkviliðs til lengri tíma, í samræmi við áhættur sem eru til staðar í viðkomandi sveitarfélagi.
Áhættu- og áfallaþol
ÖRUGG sinnir ráðgjöf varðandi áhættu- og áfallaþol sveitarfélaga, stofnana og ráðuneyta, í samræmi við leiðbeiningar Almannavarna. Við getum leiðbeint aðilum allt frá skilgreiningu á grunn kröfum til skila á gögnum til Almannavarna.
Í ferlinu er meðal annars farið yfir eftirfarandi þætti:
- Yfirferð krafna, ábyrgða og hlutverka
- Aðferðarfræði og undirbúningur
- Ferli greininga og framkvæmd
- Samantekt og skil gagna til Almannavarna