ENGLISHEN
ÁHÆTTA

VIÐ ERUM ÖRUGG

VIÐ GREINUM ÁHÆTTU

ÁHÆTTA

Áhættugreining og mat liggur til grundvallar margs konar hönnun þar sem tryggja þarf öryggi fólks, fyrirtækja og starfsemi. ÖRUGG verkfræðistofa hefur mikla reynslu í áhættugreiningu og hefur til þess margvíslegan hugbúnað fyrir bæði tölulega og huglæga greiningu. Starfsmaður ÖRUGG verkfræðistofu hefur m.a. komið að þróun ISO 31000 staðalsins um áhættustjórnun. ÖRUGG getur komið að áhættustjórnun stærri verkefna með greiningu á áhættuþáttum og stýringu áhættu.
  • Áhættustjórnun samkvæmt ISO 31000:2018
  • Áhættugreining og áhættustjórnun verkefna
  • Tæknilegar áhættugreiningar
  • Áhættumat, áfallaþolsgreiningar og viðbrögð
  • Áhætta vegna hættulegra efna
  • ATEX-greiningar og sprengihætta
Áhættugreiningar og -stjórnun
Starfmenn ÖRUGG búa yfir mikilli reynslu á sviði áhættugreininga, áfallaþolsgreininga og áhættustjórnunar, hvort sem er vegna tæknilegra kerfa, brunahættu, flutnings á hættulegum efnum, sprengihættu, innbrotahættu eða umhverfishættu. Við höfum einnig hannað áhættustjórnunarkerfi fyrir rekstur fyrirtækja og vegna áhættu í verkefnum. Sérfræðingar ÖRUGG hafa tekið þátt í fjölmörgum rannsóknarverkefnum innanlands varðandi áhættugreiningu, verið aðilar að alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og eru þátttakendur í mótun alþjóðlegra staðla í áhættustjórnun.
Áfallaþol þjóðfélagsins
Í samræmi við stefnu stjórnvalda í almannavarna og öryggismálum er fjallað um forvarnir með áherslu á áhættugreiningu og mat á áfallaþoli samfélagsins. Ráðuneyti og stofnanir þurfa að greina áhættu og áfallaþol, samkvæmt lögum um almannavarnir. Það á einnig við um einkafyrirtækja sem falla undir lögum um almannavarnir. ÖRUGG býður aðstoð við áhættugreiningu og mat á áfallaþoli, í samræmi við samræmda nálgun Almannavarna. Í hópi ÖRUGG er mikil reynsla af áhættugreiningum á öllum stigum og breið þekking úr opinbera- og einkageiranum. Starfsmenn ÖRUGG hafa m.a. skrifað fræðigreinar um áhættugreiningar og áhættumat þjóða og kynnt á ráðstefnum hérlendig og erlendis.
Áhættugreiningar

ÖRUGG hefur víðtæka reynslu í áhættugreiningum og áhættumati vegna margskonar hættu. ÖRUGG byggir á heildstæðri áhættu-nálgun svo að öryggi sé tryggt í hönnun, framkvæmd og rekstri. Við notum margvíslegar aðferðir til áhættugreiningar, allt eftir umfangi og tegund áhættunnar. Áhættugreiningar og áhættumat eru notaðar til að bæta ákvörðunartöku þar sem óvissa ríkir.
Áhættustjórnun verkefna
ÖRUGG býður þjónustu við áhættugreiningu verkefna. Áhættugreiningin er framkvæmd út frá markmiðum verkefnisins um öryggi fólks, umhverfis, tíma og kostnaðar, auk fleiri þátta. Einnig er mikilvægt að meta óvissu og tækifæri sem skapast geta til betumbóta í verkefninu. Í stærri verkefnum getur verið heppilegt að áhættugreining, áhættumat og útfærsla áhættuminnkandi aðgerða sé óháð hönnuðum og framkvæmdaraðilum. ÖRUGG veitir slíka óháða sérfræðiráðgjöf og aðstoðar við innleiðingu kerfis til áhættustjórnunar verkefna.
Hættuleg efni
Hættuleg efni geta haft mikil áhrif á öryggi fólks, umhverfi og rekstur. ÖRUGG greinir áhættur tengdar hættulegum efnum í mismunandi starfsemi og metur aðgerðir til áhættuminnkunar eins og þörf er á. ÖRUGG byggir á sérfræðiþekkingu og áratuga reynslu starfsmanna í áhættumati hættulegra efna, hvort sem er vegna geymslu, notkunar eða flutnings. ÖRUGG hefur yfir að ráða sérhæfðum hugbúnaði þegar meta þarf afleiðingar óhappa, t.d. eldsvoða, sprenginga eða dreifingar efna í lofti.
ATEX-greiningar
ÖRUGG aðstoðar fyrirtæki við að uppfylla ATEX-kröfur, eða kröfur sem gerðar eru til vinnustaða þar sem hætta er á að sprengifimt andrúmsloft myndist. Farið er eftir kröfum evróputilskipunar 99/92/EC og kröfur vinnueftirlits. Sprengingar geta orðið þegar sprengifimt andrúmsloft myndast vegna hættulegra efna svo sem gass, eldfimra vökva eða ryks.
Sprengigreiningar
ÖRUGG hefur upp á að bjóða sérhæfða þekkingu og hugbúnað til að greina sprengihættu vegna gass, hættulegra efna og sprengiefnis. ÖRUGG hefur gert fjölmargar greiningar á líkindum atburða og mögulegum afleiðingum. ÖRUGG notar hugbúnað til að gera sprengitæknilegar greiningar í þrívídd, sem geta gefið mikilvægar upplýsingar um afleiðingar og nauðsynlegar varnir. ÖRUGG býður þjónustu í greiningu ATEX-hættusvæða, geymslu á hættulegum efnum sem og flutning og notkun á gasi.
Áhættumat vinnuverndar
ÖRUGG hefur hlorið viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem ráfgjafa og þjónustuaðili á sviði öryggis- og heilbrigðis á vinnustöðum. ÖRUGG aðstoðar fyrirtæki við stjórnun vinnuverndarmála og uppfylla kröfur laga um vinnuvernd. Í því fellst gerð forvarnaáætlunar, örryggis og heilbrigðisáætlunar og áhættumats starfa. Sérfræðingar ÖRUGG aðstoða við að tryggja öryggi starfsfólks og rekstur með heildstæðri nálgun og breiðri þekkingu.