ENGLISHEN
ENGLISHEN
Vinnuvernd

VIÐ ERUM ÖRUGG

VIÐ STYÐJUM VINNUVERND

VINNUVERND

Atvinnutengd slys geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir hinn slasaða. Veikindi og fjarvera frá vinnu getur haft andleg og líkamleg áhrif á starfsfólk. Slíkt getur einnig haft í för með sér neikvæðar afleiðingar fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í tengslum við rekstrartafir, ásamt tapaðri afkomu og ímynd. Með því að innleiða og starfrækja sterka stjórnun á heilbrigðis- og öryggismálum starfsfólks er hægt að minnka eða eyða slíkri áhættu, auka vellíðan í starfi og ná fjárhagslegum ávinningi og betri ímynd. Auk þess mun það aðstoða hagsmunaðila við að uppfylla heilbrigðis- og öryggiskröfur alþjóðlega BREEAM vistvottunarkerfisins á byggingar- og notkunartíma. Hjá ÖRUGG starfa viðurkenndir sérfræðingar við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.
  • Heilbrigðis- og öryggisáætlanir og þjálfun
  • Áhættumat fyrir öll þrep framkvæmda
  • Heilbrigðis- og öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 45001
  • Öryggis verkgreiningar
  • Öryggi í hönnun mannvirkja
  • Skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs
  • Viðurkennd námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði
  • Áhættumat starfa og forvarnir
  • Greiningar og stjórnun áhættu vegna hættulegra efna
  • Rýni á lagalegum- og samningskröfum vinnuverndar
  • Breytingarverkefni fyrir vinnustaðamenningu
  • Rannsókn á tilvikum, næstum-því-slysum, og slysum
  • Áætlanir fyrir fallvarnir, hífingar og val á búnaði
  • Innri úttektir á vinnuverndarstarfsemi samkvæmt ISO 19011
  • Vinnustaðaúttektir og úrbótaáætlanir
  • Menning vinnustaða - Félagslegt vinnuumhverfi
  • Líkamsbeiting og vellíðan
Skipulag og stjórnun vinnuverndarstarfs
ÖRUGG aðstoðar vinnustaði við að koma á markvissu vinnuverndarstarfi óháð starfsgrein eða stærð vinnustaða. Markmið vinnuverndarstarfs er að vinna að bættum aðbúnaði, öryggi og vellíðan starfsfólks, auk þess að fylgja eftir að ráðstafanir á þessu sviði skili tilætluðum árangri í daglegum rekstri fyrirtækja. Við leiðbeinum um skipulag og stjórnun vinnuverndarstarfs og aðstoðum við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði  á vinnustöðum. Höldum námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði sem eru vinnuverndarfulltrúar á vinnustöðum. ÖRUGG hefur yfir að ráða reynslumiklum sérfræðingum á sviði vinnuverndar sem hafa viðurkenningu Vinnueftirlitsins við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað.
Líkamsbeiting og vellíðan í vinnu
ÖRUGG verkfræðistofa aðstoðar vinnustaði við vinnuverndarstarf í tengslum við líkamsbeitingu við vinnu. Rannsóknir sýna að 60% allra veikindafjarvista í Evrópu eru vegnastoðkerfisvanda. Þessum fjarverum fylgir mikill kostnaður fyrir einstaklinga, vinnustaði og samfélagið allt. Koma má í veg fyrir flestan stoðkerfisvanda með einföldum ráðstöfunum, áhættumati og forvarnaráætlunum. Við hjá ÖRUGG leiðbeinum og fræðum starfsfólk um bætta líkamsbeitingu, hjálpum vinnustöðum að hanna gott vinnuumhverfi og búa þannig vel að starfsfólki sínu og fylgjum því eftir að vellíðan allra á innustaðnum sé eins og best verður á kosið.
Áhættumat fyrir öll þrep framkvæmda
ÖRUGG byggir á áratuga alþjóðlegri reynslu í áhættumatsaðferðum fyrir öll þrep framkvæmda, sem hefur sýnt að það sé hægt að ná fram raunverulegum árangri í að útiloka alvarleg slys og lækka slysatíðni verulega með markvissri áhættustjórnun. Áhættustjórnunin byggist á stöðugleika áhættumatspýramídans, þar sem undirstaðan er grunn áhættumat fyrir alla framkvæmdina, sem er gert áður en framkvæmdir hefjast. Niðurstaða þess áhættumats leiðir síðan til frekari greininga á áhættu áverkferlum, sem eru fyrirséðir á framkvæmdartíma. Til að tryggja ennfremur stöðugleika áhættustjórnunar þá er framkvæmt öryggis verkgreining (Job Safety Analysis) daglega og sérstaklega fyrir áhættusama verkþætti. Þessi aðferð hefur sannað gildi sitt við eftirtaldar alþjóðlegar framkvæmdir:

· Grand Ethiopian Renaissance Dam Project – Eþíópíu. Heildar kostnaður framkvæmdarinnar: > 5 billjón evra·       
· Ingula Pumped Storage Scheme Project - Suður Afríku. Heildar kostnaður framkvæmdarinnar: > 1.3 billjón evra·        
· The Mozambique LNG Project – Mósambík (“Resettlement VillageConstruction Project” og “Pioneer Camp expansion in Mozambique”). Heildar kostnaður framkvæmdanna: > 250 milljón evra
Breytingarverkefni fyrir vinnustaðamenningu
ÖRUGG hefur umfangsmikla alþjóðlega og innlenda reynslu í að koma inn í verkefni og/eða fyrirtæki með það að markmiði að greina stöðuna á vinnustaðamenningunni í tengslum við öryggismál og jafnframt að greina hvernig staðan er á vinnuverndarmálum. Hér skiptir miklu máli þátttaka starfsfólks og stjórnenda. Mikil áhersla er lögð í að ná fram jákvæðu hugarfari starfsfólks til öryggis- og vinnuverndarmála og að setja fram umbunakerfi fyrir góðan árangur deilda, svæða eða einstakra starfsfólks, ásamt því að tryggja öryggi starfsmanna við vinnu og rekstraröryggi fyrirtækja. Við getum framkvæmt alhliða úttektir á rafrænan máta með nýjustu tækni (t.d. Ajour System, Procore, BIM), sett fram umbótaáætlanir og síðan unnið með viðkomandi viðskiptavinum við að ná settum markmiðum sem passar við viðskiptamódel þeirra.
Fallvarnir, hífingar og búnaður
ÖRUGG getur aðstoðað við greiningu og varnir vegna hífinga og fallvarna í öllum framvæmdum. Fall úr hæð og slys við hífingar teljast með áhættustusömustu störfum sem finnast í margskonar iðnaði og geta afleiðingar þeirra verið mjög alvarlegar. Sem dæmi má nefna leiddu fallslys í byggingariðnaði í Bretlandi árið 2020 til bana í 47% tilvika og 19% í öðrum iðanaði. Vinnuslys tengd hífingum gera verið mjög alvarlegar, og oft á tíðum leitt til dauðaslysa og vinnustöðvunar. Því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi áður en framkvæmdir hefjast, til að mynda með gerð áhættugreininga og lyftingaráætlunar þar sem allur búnaður og aðferð hífingar er greind ítarlega til að útiloka að slys verði.
Umhverfis og öryggisstjóri „til láns“
ÖRUGG getur boðið upp á einn reyndasta verkfræðing landsins á sviði vinnuverndar og umhverfismála „til láns“ sem öryggis- og umhverfisstjóra fyrir allar stærðir framkvæmda og fyrirtækjareksturs. Viðkomandi er með meistaragráðu (MSc) í byggingaverkfræði með sérhæfingu í umhverfis- og öryggisstjórnun frá háskólanum í Álaborg í Danmörku og hefur meira en tuttugu ára starfsreynslu sem öryggis- og umhverfisstjóri hjá stórum alþjóðlegum bygginga- og framleiðslufyrirtækjum. Hann er með reynslu í fararteskinu frá stærsta verktakafyrirtæki Ítalíu WEBUILD S.p.A, sem sérhæfir sig í byggingu risaverkefna tengdum uppbyggingu sjálfbærra innviða um allan heim.
Hjá Actavis á Íslandi sá hann meðal annars um að innleiða umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi sem eru vottuð af alþjóðlegu stöðlunum ISO14001 fyrir umhverfisstjórnun og ISO 45001 (áður OHSAS 18001) fyrir öryggisstjórnun, ásamt því að innleiða rekstrarsamfelldni áætlanir.
ISO 45001
ÖRUGG aðstoðar við gerð og innleiðingu heilbrigðis- og öryggisstjórnunarkerfis í samræmi við ISO 45001. Við innleiðingu á heilbrigðis- og öryggisstjórnunarkerfi, er mögulegt að innleiða samþætt umhverfisstjórnunarkerfi, þ.e.a.s. umhverfis-, heilbrigðis- og öryggisstjórnunarkerfi. Það er margvíslegur ávinningur og sparnaður sem fæst við slíka samþættingu.
Reynsla ÖRUGG verkfræðistofu á þessu sviði tengist m.a. gerð og innleiðing á samþættu heilbrigðis-, öryggis- og umhverfisstjórnunarkerfi fyrir Actavis á Íslandi og fyrirtæki með rekstur í suðausturasíu, sem voru vottuð af alþjóðlegu stöðlunum ISO 45001 og ISO 14001. Einnig rekstur á heilbrigðis-, öryggis- og umhverfisstjórnunarkerfum við alþjóðlegarframkvæmdir þar sem miklar áherslur eru gerðar á stöðugar umbætur fyrir öryggis- og umhverfismál.
Menning vinnustaða - Félagslegt vinnuumhverfi
ÖRUGG aðstoðar vinnustaði við að gera áhættumat og forvarnaáætlun sem tekur mið af félagslega vinnuumhverfinu. Menning vinnustaða er metin út frá skipulagslegum og samskiptalegum áhættuþáttum og vinnustaðir aðstoðaðir við að móta samskiptastefnu og viðbragðsáætlun við einelti, áreitni og ofbeldi ávinnustað. Skýrt ferli og markviss viðbrögð þegar vandamál koma upp er liður í forvarnastarfi vinnustaða og stuðla þannig að góðu félagslegu vinnuumhverfi sem styður örugga og heilbrigða vinnustaðamenningu.
Hættuleg efni
ÖRUGG hefur yfir að ráða mikilli þekkingu á greiningu áhættu tengdum hættulegum efnum og nauðsynlegum aðgerðum í meðhöndlun þeirra í starfsemi tengdri framleiðslu, rannsóknarstofum og byggingarvinnustöðum. ÖRUGG getur séð um áhættumat, skilgreining verkferla við meðhöndlun efna, nauðsynlegan varnarbúnað starfsmanna, viðbragðsáætlanir ofl.
Stjórnun öryggis- og heilbrigðismála í mannvirkjagerð
ÖRUGG verkfræðistofa hefur mikla reynslu við stjórnun heilbrigðis- og öryggismála í stórum og flóknum alþjóðlegum byggingaframkvæmdum og framleiðslufyrirtækjum. Þar má m.a. nefna “Grand Ethiopian Renaissance Dam Project” sem er stærsta virkjun sem hefur verið byggð í Afríku (yfir 6000 MW) og mun verða sú sjöunda stærsta í heiminum.
Einnig má nefna vatnsaflsvirkjunina “Ingula Pumped Storage Scheme Project” (1332 MW) staðsett í Suður Afríku sem byggir á endurnýtingu vatns við orkumyndun. Vatni er veitt í gegnum 4 túrbínur neðanjarðar á háannatíma orkunotkunar, geymt í neðra uppistöðulóni, og síðan er vatninu dælt aftur í efra uppistöðulón (21000 MW) á lágannatíma.