ENGLISHEN
frettir

Afmælisráðstefna Vinnueftirlitisins

ÖRUGG verkfræðistofa tekur þátt í stefnumótun vinnuverndar og ávinning hennar til framtíðar með þátttöku í afmælisráðstefnu Vinnueftirlitisins – Vilt þú vera með í að skapa framtíðina í vinnuvernd?

Ráðstefnan fer fram þann 19. nóvember 2021.

Við hjá ÖRUGG verkfræðistofuhvetjum alla hagsmunaaðila og aðra velunnara vinnuverndar til að taka þátt íafmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar sem haldin verður á Grand Hótel föstudaginn 19. nóvember n.k. Ráðstefnan býðuruppá áhugaverða fyrirlestra og vinnustofur sem á erindi til allra. Við vekjumsérstaklega athygli á vinnustofunni Mannvirkjagerð – vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi þar sem Leó Sigurðsson hjá ÖRUGG Verkfræðistofu mun fjalla um og stýra umræðum um mikilvægt málefni sem er „Samanburður og hæfni – útboð og hönnun“.

Þetta viðfangsefni snertir verkkaupa, hönnuði, verktaka og aðra hagsmunaaðila og má þess vegna reikna með að umræðurnar komi inn á lykilatriði eins og hæfnismat, lykiltölur, kostnað við vinnuvernd, samkeppni og viðurlög svo fátt eitt sé nefnt. Þetta þýðingarmikla umfjöllunarefni beintengist því sem þarf að leggja áherslu á til að ná stefnumarkandi breytingum hjá stjórnvöldum hvað varðar vinnuvernd og alhliða öryggisstjórnun við mannvirkjagerð. Hér er krækja á afmælisráðstefnuna þar sem hægt er að skrá sig. Aðgangur er ókeypis en einnig verður streymt beint frá viðburðinum.

Þess má geta að Öruggverkfræðistofa er nú aðili að Stjórnvísi en það er faghópur Stjórnvísis um öryggisstjórnun sem hefur unnið náið með Vinnueftirlitinu við undirbúning ráðstefnunnar og er Leó Sigurðsson í stjórn faghópsins fyrir hönd ÖRUGG. Hér er krækja á heimasíðu faghóps um öryggisstjórnun.