ENGLISHEN
frettir

BREEAM vottun Egilshallar

Egilshöll fékk nýlega BREEAM In-Use vottun og naut þar liðsinnis ÖRUGG verkfræðistofu. Byggingin hlaut einkunnina "Very good" sem sýnir metnað eigandans, sem er Reginn fasteignafélag.

BREEAM vottun er langt og strangt ferli með margvíslegar alþjóðlegar kröfur um umhverfisþætti, áhættustýringu og rekstur. Hlutverk ÖRUGG var að greina og meta áhættuþætti, brunavarnir, öryggisvarnir og gerð margvíslegra viðbragðsáætlana til að tryggja lágmörkun áhættu í rekstri. Verkefnið bætist í sístækkandi flóru umhverfisverkefna hjá ÖRUGG.

ÖRUGG óskar Reginn til hamingju með þennan góða áfanga og þakkar samstarfið.

Mynd fengin af www.reginn.is