ENGLISHEN
frettir

Brunahönnun á knatthúsi Hauka

ÖRUGG sá um brunahönnun fyrir nýtt knatthús Hauka, sem rísa mun í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Byggingin verður um 11.200 fermetrar, með steinsteyptum veggjum en stálvirki í þaki knattsalar.

Pláss verður fyrir 800 manns í stúku, en húsið getur rúmað allt að 9000 manns á sérstökum viðburðum.

Gerðir voru margvíslegir útreikningar til að meta öryggi fólks og byggingarinnar sjálfrar. Hér að neðan má sjá útreikninga á reykflæði sem lágu til grundvallar hönnunar reykræsingar frá knattsalnum.

Útreikningar á reykræsingu

Samstarfsaðilar ÖRUGG verkfræðistofu í þessu verki eru ASK arkitektar, Hnit verkfræðistofa, Raftákn, Hljóðvist og Landhönnun.