ENGLISHEN
frettir

EKKO-rágjöf og viðbragðsáætlun

ÖRUGG verkfræðistofa býður vinnustöðum EKKO-forvarnarágjöf og viðbragsáætlun ef slík mál koma upp á vinnustöðum.  

Skammstöfunin EKKO stendur fyrir einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi. Einelti, áreitni og ofbeldi er alvarlegt vandamál sem getur haft neikvæð áhrif á líðan, sjálfstraust og heilsu starfsfólks og snerta alla á vinnustaðnum. Vinnustöðum ber að hafa aðgerðaráætlun sem tekur á EKKO-málum með skýrum hætti. ÖRUGG veitir vinnustöðum ráðgjöf við að móta stefnu sem endurspeglar þá samskiptamenningu sem vinnustaðurinn vill hafa, aðstoðar við að greina aðstæður og áhættuþætti sem ýta undir ósæmilega hegðun og framkomu við starfsfólk. Í framhaldi  kemur ÖRUGG með tillögu að viðbragðsáætlun, bæði við einelti og áreitni og einnig við hótunum og ofbeldi sem starfsfólk getur orðið fyrir í störfum sínum.

Nýleg íslensk rannsókn sýnir að þeir sem hætta á vinnumarkaði, hvort sem það er í lengri eða skemmri tíma hafa frekar þurft að kljást við krefjandi viðskiptavini, þjónustunotendur eða nemendur heldur en það starfsfólk sem er í starfi.  

Með markvissum forvörnum, fræðslu og leiðum til að fyrirbyggja óæskilegar aðstæður, slæm samskipti og neikvæða hegðun á vinnustað er hægt draga verulega úr hættu á EKKO-málum og afleiðingum þeirra fyrir einstaklinga og vinnustaði.