ENGLISHEN
frettir

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin 2022

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru veitt 10. desember 2022 í Hörpu. Þau eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni og eru þekktustu og virtustu verðlaun sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir. Um er að ræða fyrsta A-lista viðburðinn sem haldinn hefur verið hér á landi og stærsta viðburðinn af þessari tegund. Undirbúningur hefur staðið í fjögur ár og sóttu hann um 700 erlendir gestir og 100 blaðamenn frá 43 löndum, þar af fjöldi þekktra leikstjóra og leikara. Atburðinum var sjónvarpað beint á RÚV og til allrar Evrópu.

ÖRUGG sá um skipulag viðbragðs- og rýmingarmála viðburðarins ásamt áhættustjórnun og samræmingu öryggis á viðburðinum sjálfum. Brunavarnir "rauða dregilsins" voru meðal óvenjulegra verkefna sem sinnt var.

Eins og með aðra viðburði í Hörpu var öryggi gesta í forgangi, en vegna mikilvægis atburðarins og beinnar útsendingar til tugmilljóna áhorfenda var sérstök áhersla á að tryggja öryggi viðburðarins sjálfs og óraskaða útsendingu með sértækum aðgerðum. ÖRUGG sá um gerð margvíslegra stoðgagna og skipulag með innri og ytri aðilum til að ná þessum markmiðum. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og atburðurinn hafi verið Hörpu, RÚV og öðrum þeim sem að komu til mikils sóma.

Listaverk eftir Tönju Huld prýddu inngang Hörpu og komu í stað hefðbundna "rauða dregilsins"