ENGLISHEN
frettir

Frábærir tónleikar Andrea Bocelli í Kórnum

Frábærir tónleikar Andrea Bocelli fóru fram í Kórnum laugardaginn 21. maí. ÖRUGG verkfræðistofa hafði umsjón með greiningu flóttaleiða og neyðarstjórnun i samvinnu við Senu Live, Kópavogsbæ, HK, slökkvilið, lögreglu og marga fleiri. ÖRUGG hafði með sérhæfðum forritum greint og hannað útfærslu flóttaleiða og skilgreint fyrirkomulag í sal. Prófaðar voru mismunandi aðstæður með rýmingarlíkanið sem grundvöll rýmingaráætlunar fyrir tónleikana. Voru þetta stærstu sitjandi tónleikar sem farið hafa fram á Íslandi og því þurfti að huga sérstaklega vel að allri umgjörð þeirra.

Tónleikarnir heppnuðust gífurlega vel, sem gefur góð fyrirheit varðandi sitjandi tónleika í framtíðinni. Spennandi verður að sjá hvaða listamenn stíga næst á svið.

Mynd út rýmingarlíkani