ENGLISHEN
frettir

Góð vindvist í nýjum miðbæ Akureyrar

ÖRUGG verkfræðistofa var fengin til að meta gæði byggðar og umhverfis m.t.t. staðbundins vindafars í tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar sem unnið var af Kollgátu og Landslagi ásamt EFLU verkfræðistofu.

Hönnuðir skipulagsins Kollgáta arkitektúr og Landslag ásamt ÖRUGG unnu saman úr niðurstöðum vindgreiningar þar sem brugðist var við með breytingum á massa bygginga ásamt staðbundnum mótvægisaðgerðum til að skapa góða vindvist innan skipulagsins.

Bæjarstjórn Akureyrar hefur nú samþykkt að auglýsa tillöguna að breytingu að deiliskipulagi miðbæjarins.

Sjá nánar á heimasíðu Akureyrarbæjar.