ENGLISHEN
frettir

Háteigsvegur 59 hlýtur Grænu skófluna 2025

Verkefnið Háteigsvegur 59 hlaut Grænu skófluna 2025 á Degi grænni byggðar.

ÖRUGG verkfræðistofa kom að verkefninu sem ráðgjafar í brunatæknilegri hönnun, þar sem sérstök áhersla var lögð á að tryggja öryggi í samræmi við sjálfbærar byggingarlausnir og notkun náttúrulegra efna. ÖRUGG hefur sérhæft stig í vistvænni brunahönnun, sem m.a. má lesa hér:

https://www.oruggverk.is/blogg/vistvaen-brunahonnun-bygginga

Meðal annars framkvæmdi ÖRUGG sérhæfða útreikninga á eldsútbreiðslu timburklæðninga, sem brenndar eru samkvæmt hundrað ára japanskri aðferð – Shou Sugi Ban. Aðferðin gefur timbri einstakt útlit og aukna eldvarnareiginleika, en krafðist brunatæknilegra útreikninga til að tryggja öryggi og samræmi við byggingarreglugerð.

Brennsluaðferð timburs til að auka þol gagnvart veðri og vindum, en einnig gagnvart eldsútbreiðslu

Við óskum öllum sem komu að þessu metnaðarfulla og sjálfbæra verkefni innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu!