ENGLISHEN
frettir

Heildar öryggi á Litla Hrauni

ÖRUGG hefur undanfarin misseri unnið að úttekt og skipulagi bruna- og öryggismála auk vinnuverndar fyrir Litla Hraun. Fyrirhugaðar eru umfangsmiklar breytingar og endurbætur á aðstöðu fangelsins, með nýbyggingum og endurbótum á eldra húsnæði. Um er að ræða mjög þarfar breytingar og þróun á starfseminni, sem mun verða bylting í aðstöðu og umhverfi fanga og starfsfólks. VA arkitektar urðu nýlega hlutskörpust í samkeppni um breytingar á svæðinu. FSRE stýrir verkefninu í samvinnu við hagsmunaaðila svo sem Fangelsismálastofnun og fl.

Í fangelsinu eru krefjandi aðstæður í mörgu samhengi og tryggja þarf öryggi fanga og starfsfólks við fjölmargar aðstæður sem upp geta komið. ÖRUGG hefur unnið að viðbragðsmálum og heildar skipulagi öryggismála vegna þeirra breytinga sem eru fyrirhugaðar. Hluti af því er að fara yfir og greina þætti varðandi aðkomu viðbragðsaðila. Brunavarnir Árnessýslu litu við nýlega, fóru fyrir aðstæður og tóku þátt í vinnu varðandi skipulag viðbragðsmála. Prófaður var nýlegur körfubíll slökkviliðsins eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Litla Hraun er ekki einungis vinnustaður starfsfólks heldur vinna fangar að margvíslegum verkefnum og sinna námi. Vinnuvernd fangelsins nær því til alls fólks á Litla Hrauni, í mjög fjölbreyttum aðstæðum. ÖRUGG hefur gert úttekt á vinnuverndarmálum og aðstöðu, sem mun nýtast til þróunar framtíða bygginga. Litið er til allra þátta vinnuverndar, hvort sem er félagslegra þátta eða almennra aðstæðna til starfa.

Undirbúningur fyrir noktun körfubíls