Á dögunum hélt Rebekka Marteinsdóttir, brunaverkfræðingur hjá Örugg verkfræðistofu, til Bandaríkjanna á ráðstefnu NFPA (National FireProtection Association). Þar kynnti hún niðurstöður meistaraverkefni síns, bæði með fræðsluerindi fyrir ráðstefnugesti, og með veggspjaldi fyrir sýningargesti.
Meistaraverkefni Rebekku fjallaði um glóðarbruna í einangruðutimbri, sérstaklega hvernig einangrun og efniseignileikar timbursins hafa áhrifá útbreiðslu glóðarbrunans. Í tilraununum voru 40 mm x 40 mm þverskurðir af einangruðum furusýnum hitaðir með keiluhitara þar til 500°C hiti mældist í 45mm dýpt. Þá var slökkt á hitanum og áframhaldandi útbreiðsla skoðuð. Markmið verkefnisins var að magnfesta hraða og dýpt útbreiðslu glóðarbruna við mismunandi einangrunarskilyrði og rannsaka þá þætti sem hafa áhrif á útbreiðsluna.
Helstu niðurstöður verkefnisins voru eftirfarandi:
Nær línuleg aukning varð á útbreiðsluhraða glóðarbruna þegar varmatap frá yfirborði timbursins var takmarkað með loftdræpri einangrun. Þessi áhrif voru minni við aukna einangrun með loftþéttari efnum, þar sem útbreyðsluhraði náði ákveðnu jafnvægi við tiltekna einangrunarþykkt.
Útbreiðsluhraði jókst þó enn meira þegar átt var við timbrið sjálft. Við breytingu á stefnu hitunar og útbreyðslu miðað við vaxtarátt timbursins jókst útbreiðsluhraðinn verulega, sem undirstrikar að eiginleikar timbursins sjálfs skipta ekki síður máli en einangrunarskilyrðin.
Verkefnið var hluti af IMFSE-meistaranámi Rebekku og var unnið í Edinborgarháskóla undir handleiðslu prófessor Luke Bisby, Lauru Schmidt og prófessor Rory Hadden. Nánari upplýsingar og niðurstöður má finna í meistararitgerð Rebekku.

.jpg)













