ENGLISHEN
frettir

Leiðtogafundur Evrópuráðsins

Leiðtogafundur Evrópuráðsins sem fór fram í Hörpu 16. og 17. maí var stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi.

Mikil áhersla var á öryggismál til að tryggja að fundurinn færi vel fram, eins og margir vegfarendur urðu varir við. Bak við tjöldin var gífurlegur undirbúningur og skipulag sem m.a. byggðist á áhættumati og viðbragðsáætlunum. ÖRUGG verkfræðistofa kom að skipulagningu viðbragðsmála í Hörpu, m.a. skipulagi rýmingar vegna ýmissar hættu. Útfærslan byggðist á almennri viðbragðsáætlun Hörpu, sem ÖRUGG gerði, en sértæk notkun byggingarinnar krafðist margvíslegra sérlausna.

ÖRUGG er stolt af því að hafa aðstoðað við þennan sögulega viðburð.

Myndir: Vísir/Vilhelm Gunnarsson