ENGLISHEN
frettir

Málstofa um vinnuvernd á hönnunarstigi

Þann 24. febrúar síðastliðinn fór fram málstofa hjá Vinnueftirlitinu um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð.

Sjónum var beint að kröfum til verkkaupa, hönnuða og verktaka vegna öryggis- og vinnuverndarmála á hönnunarstigi mannvirkja og hvernig hægt er að framfylgja þeim. Einnig var fjallað um hvaða áhættuþætti ætti að skoða við hönnun til að tryggja aukið öryggi í notkun mannvirkja. Fram kom að mikill ávinningur er af því að hafa vinnuverndarsjónarmið í huga við hönnun og þannig koma í veg fyrir kostnað við að lagfæra og endurhanna mannvirki sem komin eru í notkun.

Leó Sigurðsson, viðurkenndur sérfræðingur í vinnuvernd hjá ÖRUGG verkfræðistofu fjallaði um samanburð og hæfni við útboð og hönnun.

Upptaka frá málstofunni er að finna hér að neðan.