Öll sveitarfélög, stofnanir og ráðuneyti þurfa að gera greiningu á áhættu og áfallaþoli fyrir málefnasvið sín í samræmi við lög um almannavarnir nr. 82/2008. Sérfræðingar ÖRUGG hafa undanfarið verið að kenna námskeið fyrir starfsfólk stofnana, ráðuneyta eða sveitarfélaga í áhættu- og áfallaþoli fyrir hönd Almannavarna.
Til að auka þekkingu á aðferðarfræði og kenna þátttakendum hvernig framkvæma skuli nauðsynlegar greiningar hafa Almannavarnir unnið sérstakar leiðbeiningar, sem farið er yfir á námskeiðinu. Einnig er farið yfir hvernig skila beri gögnum inn í gagnagrunn Almannavarna, sem ætlað er að gefa heildaryfirsýn yfir áhættur á landinu öllu. Námskeiðin hafa verið mikilvægur þáttur í að koma af stað starfi þeirra aðila sem gera þurfa greiningar og veita starfsfólki nauðsynlegan stuðning.
Sérfræðingar ÖRUGG hafa nýtt þekkingu sína til að kynna framkvæmd áhættugreininga og notað til þess raunveruleg verkefni úr reynslubanka sínum. Skemmtilegar umræður hafa myndast á þeim námskeiðum sem hafa nú þegar farið fram. Námskeiðin eru skipulögð í gegnum Iðuna fræðslusetur og eru fleiri námskeið á döfinni.
Mikilvægt er að skipuleggja vel vinnuna sem er fram undan til að uppfylla kröfur Almannavarna um skilatíma. Í því samhengi þarf að skilgreina ábyrgðir á mismunandi verkþáttum og hvenær ákveðnum áföngum skal náð.
ÖRUGG tekur að gera nauðsynlegar áhættu- og áfallaþolsgreiningar og að aðstoða stofnanir, sveitarfélög og ráðuneyti við skipulagningu verkefnisins. Það getur falið í sér mikinn tímasparnað og tryggir að starfskraftar viðkomandi aðila nýtist sem best. Vinsamlegast hafið samband við ÖRUGG verkfræðistofu (orugg@oruggverk.is) til að fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag og skipulag, eða beint við Silvá Kjærnested (silva@oruggverk.is) eða Áslaugu Ellen Yngvadóttur (aslaug@oruggverk.is).
Forsiðumyndin er frá námskeiði ÖRUGG á Egilsstöðum, en hér að neðan eru myndir af námskeiðinu fyrir stofnanir á höfuðborgarsvæðinu.