ENGLISHEN
frettir

Ný tæknihandbók Alþjóðlega steinsteypufélagsins

Alþjóðlegasteinsteypufélagið, FIB – The International Federation for Structural Concrete, gaf á dögunum út handbók sem ber heitið Performance-based fire design of concrete structures og fjallar um markmiðsbundna brunahönnun steinsteyptra burðarvirkja. Atli Rútur Þorsteinsson hjá ÖRUGG verkfræðistofu er á meðal höfunda handbókarinnar, en höfundahópurinn samanstendur af alþjóðlegum hópi sérfræðinga frá átta mismunandi löndum.

Miklar rannsóknir hafa verið unnar á sviði brunamótstöðu steinsteyptra burðarvirkja síðustu ár og áratugi og hefur þekking aukist mikið á þeim tíma. Markmið handbókarinnar er að styðja við markmiðsbundna hönnun brunavarna byggða á allra nýjustu vísindalegu þekkingu á þessu sviði. Fjallað er um varmafræðilega og burðarþolslega eiginleika steinsteypu og settar fram aðferðir við notkun reiknilíkana og tölfræðigreininga til markmiðshönnunar burðarvirkja við bruna, en ÖRUGG býr yfir sérfræðiþekkingu á því sviði.

Hægt er að kynna sér tæknihandbókina nánar hér.

Forsíða nýju tæknihandbókarinnar