ENGLISHEN
frettir

Nýjar rannsóknir í samfélagsöryggi

Nýlega voru kynntar rannsóknir starfsmanns ÖRUGG verkfræðistofu Böðvars Tómassonar á sviði samfélagsöryggis þar sem fjallað er um nýja aðferðarfræði til að tryggja betur samfellda virkni þjóða, þegar áföll dynja yfir. Unnið er út frá grunnvirkni samfélagsins og litið á mikilvæga innviði sem stoðþjónustu frekar en meginþátt við að tryggja öryggi samfélagsins. Þessi nýja hugsun krefst nýrrar nálgunar í áhættumati þar sem betur er tekið tillit til óvissu í greiningu áhættunnar.

Greind var staða þjóðaráhættumats á Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og Hollandi og hvernig þessi lönd væru í stakk búin í frekari þróun með tilliti til ofangreindrar aðferðarfræði. Þessi lönd eru komin mis langt í þróuninni og í ólikri stöðu hvað varðandi mögulega næstu skref í þróun samfelldrar virkni grunn þátta þjóðfélagsins.

Greinin var birt í tímariti Wiley, Journal of Contingencies and Crisis Management og má nálgast hér:

https://doi.org/10.1111/1468-5973.12425

Einnig má hafa sambandi við tengilið hér að ofan (Böðvar Tómasson) til að nálgast greinina.