ENGLISHEN
frettir

Nýr miðborgarleikskóli og fjölskyldumiðstöð

Basalt arkitektar ásamt ÖRUGG verkfræðistofu og Landslagi urðu hlutskörpust í samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð.

Útslitin voru kynnt af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í beinu streymi á netinu, 17. desember.

Reykjavíkurborg í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efndi í sumar til opinnar samkeppni um hönnun- og framkvæmd á nýjum miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð á hluta reits, sem afmarkast af Grettisgötu, Njálsgötu, Rauðarárstíg og Snorrabraut.

Meðal annars segir í dómnefndaráliti:

Ný sýn: Væntingar eru til þess að hönnun skólans og fjölskyldumiðstöðvarinnar marki nýja sýn í hönnun  hvað varðar vellíðan, virkni og heilbrigði þeirra sem þar eru við leik og störf.

Skráðir fyrir tillögunni voru eftirfarandi hönnuðir:

Basalt arkitektar

Anna Björg Sigurðardóttir, arkitekt FAÍ

Dagbjört Ásta Jónsdóttir, arkitekt FAÍ

Hrólfur Karl Cela, arkitekt FAÍ

Marcos Zotes, arkitekt FAÍ

Rut Sigurmonsdóttir, hönnuður

Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt FAÍ

 Landslag

Svava Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA

 Örugg verkfræðistofa

Böðvar Tómasson, byggingar- og brunaverkfræðingur

Fjölmargar góðar tillögur voru meðal þeirra 29 aðila sem tóku þátt.

Nánari upplýsingar um tillögurnar má finna hér.