ENGLISHEN
frettir

Nýtt framleiðsluhúsnæði Ölgerðarinnar

Í vikunni var tekin skóflustunga að nýju framleiðsluhúsnæði Ölgerðarinnar. Um er að ræða 1.700 fermetra límtrés byggingu, en fjárfestingarkostnaður er vel á annan milljarð króna.

Með húsnæðinu er markmiðið ekki aðeins að auka framleiðsluna, heldur jafnframt að gefa nýsköpun byr undir báða vængi. „Við getum í nýja húsnæðinu verið mun sveigjanlegri en áður í pakkningum til að svara eftirspurn neytenda og leitt áfram nýsköpun á þessu sviði,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

ÖRUGG verkfræðistofa sá bæði um brunahönnun fyrir bygginguna, en einnig öryggishönnun vegna öryggis fólks. Brunahönnun og viðeigandi útreikningar taka til verksmiðjubyggingarinnar í heild, til að besta brunavarnir m.t.t. starfsemi Ölgerðarinnar.

Arkís eru arkitektar viðbyggingarinnar, en lagna-, rafmagns- og burðarþolshönnun er á höndum Verkís.

Beka ehf. hefur séð um verkefnastjórnun.