ENGLISHEN
frettir

ÖRUGG flytur í Hús verslunarinnar

ÖRUGG verkfræðistofa er flutt í Kringluna 7, Hús verslunarinnar. Við höldum áfram að stækka og þróast og höfum því flutt skrifstofur okkar í glæsilegt húsnæði á 8. hæð.

Á þeim rúmu tveimur árum sem ÖRUGG hefur verið starfrækt hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og er orðið leiðandi í hönnun brunavarna og öryggis. Það var því orðin þörf fyrir að stækka húsnæðið og fjölga vinnustöðvum, fundarherbergjum og næðisrýmum. Húsnæðið er búið fullkomnu loftræstikerfi með kælingu þannig að tryggt sé að vinnuaðstæður séu ávallt eins og best verður á kosið. Útsýnið er heldur ekki slæmt.

Við erum mjög spennt fyrir þessari breytingu, enda gefur hún tækifæri til frekari þróunar í öryggismálum í samræmi við einkunnarorð okkar: VIÐ HÖNNUM ÖRYGGI.

Við bjóðum öll velkomin í heimsókn á 8. hæðina. Kaffið er fyrsta flokks líka ;)