ENGLISHEN
frettir

ÖRUGG leiðir Svansvottun

Örugg hefur verið valin til að leiða Svansvottun fyrir Silfursmára 12 í Kópavogi í samvinnu við Klasa. Um er að ræða djarfa og áhugaverða byggingu sem verður um 2.500 fer­metr­ar og með 26 stæða bíla­kjall­ara, en Batteríið eru arkitektar byggingarinnar. Mikilvægur þáttur er að tryggja að byggingin verði vistvæn, með græn þök og vistfræðilegar hönnunar lausnir sem stuðla að því að bæta nánasta umhverfi ásamt hagkvæminni orkunotkun. Því til viðbótar er lögð mikil áhersla á bestu mögulegu eiginleika innivistar fyrir notendur og einnig er stefnt á fullt hús stiga fyrir umhverfisvottuð efni. ÖRUGG mun sjá um ráðgjöf, utanumhald og stjórnun þess ferils, sem leiðir að vistvottun byggingarinnar.

Mynd: Batteríið arkitektar