Evrópska ráðstefnan SFPE (Society of Fire Protection Engineers) var haldin í Edinborg í Skotlandi nú á vormánuðum 2025. Um er að ræða eina af stærstu og virtustu ráðstefnum sinnar tegundar í heiminum. Á ráðstefnunni voru kynntar nýjustu rannsóknir og verkefni á sviði brunaverkfræði.
Atli Rútur Þorsteinsson og Davíð Snorrason hjá Örugg verkfræðistofu héldu erindi á ráðstefnunni sem bar heitið „Performance-Based Design of CLT Structures in Fire“ og fjallaði um markmiðsbundna brunahönnun burðarvirkja bygginga úr krosslímdum timbureiningum, byggingarefni sem er að ryðja sér til rúms bæði hér á landi og víðar í heiminum.
Mikilvægt er að tryggja að brunahönnun slíkra mannvirkja taki mið af nýjustu rannsóknum og þekkingu, fyrst og fremst til að tryggja öryggi fólks og eigna en jafnframt til að ná fram hagkvæmni og sveigjanleika í hönnun og notkun mannvirkjanna.
Örugg býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á þessu sviði, sem nánar má lesa um í eftirfarandi hlekk:
https://www.oruggverk.is/blogg/brunahonnun-bygginga-ur-clt-einingum



.jpg)













