ENGLISHEN
frettir

ÖRUGG tveggja ára!

ÖRUGG verkfræðistofa fagnar nú tveggja ára afmæli, en stofan var stofnuð í mars árið 2020. Þrátt fyrir að veirufaraldurinn hafi byrjað um svipað leyti hefur gengið glimrandi vel og er ÖRUGG nú stærsta stofa landsins í brunahönnun og öryggismálum.

Stofan hefur unnið yfir 500 verkefni, sem spanna m.a. brunahönnun, rýmingar- og viðbragðsáætlanir, vinnuvernd, vindgreiningar, áhættugreiningar, umhverfismál og öryggishönnun.

ÖRUGG hefur á að skipa feiknalega öflugum hópi sérfræðinga, með reynslu sem spannar yfir 100 ár. Við erum stolt af verkum okkar og þakklát fyrir mikinn stuðning sem við höfum hlotið meðal fjölbreyttra verkkaupa.

Við hjá ÖRUGG lítum björtum augum fram á veginn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs og þróunar öryggismála.