ENGLISHEN
frettir

ÖRUGG verkfræðistofa á Verk og Vit 2024

Við hjá ÖRUGG verkfræðistofu verðum á bás C23 á Verk og vit 2024 í Laugardalshöll, ásamt félögum okkar hjá Verkvist.

Velkomin í básinn til okkar 👍

 

Við verðum með kynningu föstudaginn kl 15:00 ásamt Verkvist. Kynningin verður í Sal 4 á 2. hæð.

  • Hvernig tengjast öryggis- og heilsufarsmál við niðurrif og rakaskemmdir?
  • Mikilvægi greininga á mögulegum heilsufarsáhættum tengd rakaskemmdum (myglu) við niðurrif, hreinsun og/eða förgun á byggingarefnum.
  • Dæmi um aðferð áhættugreininga ásamt forvarna við að fjarlægja og/eða hreinsa byggingarhluta af rakaskemmdum (myglu).
  • Hvar leynast rakaskemmdir og mygla ?
  • Ég er að fara í endurbætur heima hjá mér eða í mínu fyrirtæki - hvað þarf að hafa í huga ?
  • Svansvottun og rakaskemmdir, hvert er hlutverk rakaöryggisfulltrúa?
  • Svansvottun og endurbætur, öryggi við niðurrif og förgun
  • Öruggar endurbætur og nýframkvæmdir

  

Hlökkum til að hitta ykkur og taka spjallið 😊