ÖRUGG verkfræðistofa hlaut viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2025 – staðfesting á áreiðanleika, faglegum gæðum og traustum rekstri.
Um viðurkenninguna
Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum sem standast ströng viðmiðanir um rekstrarhæfni og áreiðanleika. Matinu er m.a. ætlað að endurspegla:
- Heilbrigðan og gagnsæjan rekstur,
- góða greiðsluhegðun og áreiðanleika,
- stöðugan vöxt og burði til framtíðar,
- fagleg gæði og skipulag í daglegri starfsemi.
Að hljóta þessa viðurkenningu árið 2025 er staðfesting á því að ÖRUGG uppfyllir þessi skilyrði og hefur sýnt fram á jafnvægi milli nýsköpunar, ábyrgðar og rekstrarlegs styrks.
Hvað þýðir þetta fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila?
- Áreiðanleiki í þjónustu: Stöðugur rekstur tryggir áræðanleika til langs tíma og vinnu á faglegum forsendum.
- Fjármálalegur stöðugleiki: Sterk rekstrarstaða styður við langtíma samstarf og tryggir viðbragðsflýti þegar á reynir.
- Gæðastjórnun og samræmi: Framkvæmd hönnunar og ráðgjafar í samræmi við staðla og bestu starfsvenjur.

.jpg)













