ENGLISHEN
frettir

Rétt viðbrögð á Laugardalsvelli

ÖRUGG hefur aðstoðað KSÍ við gerð viðbragðsáætlana og skipulag rýmingar- og öryggismála á Laugardalsvelli.

Mikilvægt er að tryggja öryggi áhorfenda og leikmanna við þær fjölbreyttu aðstæður sem geta skapast á fjölmennum leikjum og mikill metnaður hjá KSÍ að sjá til þess. Fjölbreytt reynsla ÖRUGG af öryggisstjórnun á fjölmennum atburðum nýtist vel við aðstæður sem þessar. 

Nýlegir leikir við Slóveníu og Portúgal voru sérlega góð reynsla, en þar þurfti að glíma við margs konar fólksfjöldastjórnun og álag frá áhorfendum, sem ekki hefur sést á íþróttaleik á Íslandi áður. Knattspyrnukappinn knái Cristiano Ronaldo átti þar einhvern hlut að máli, en vinsældir hans virðast síst vera á niðurleið.