ENGLISHEN
frettir

Rýmingaráætlun fyrir Hörpu

Harpa er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og þar fer fram margvísleg starfsemi. Þegar mest er um að vera geta verið fjölmargir atburðir í gangi í einu og fólksfjöldi á fjórða þúsund. Það er því sérlega mikilvægt að öryggi fólks sé tryggt og að tekið sé tillit til mismunandi hættu og starfsemi í byggingunni.

Harpa leggur mikla áherslu á öryggi og góða upplifun allra þeirra sem bygginguna sækja. Rýmingaráætlun, þar sem örugg viðbrögð starfsfólks og traustur öryggisbúnaður ásamt góðum brunavörnum eru lykil atriði til að tryggja öryggi fólks.

ÖRUGG hefur séð um gerð heildstæðrar rýmingaráætlunar fyrir Hörpu og sinnt nauðsynlegri fræðslu fyrir starfsfólk. Nýlega var einnig haldin rýmingaræfing, til að kanna virkni rýmingaráætlunarinnar og æfa nauðsynlegt hlutverk starfsfólks. Talsverður fjöldi gesta var í byggingunni þegar rýming hófst og tókst að rýma hana fljótt og örugglega.