ENGLISHEN
frettir

Sænskir brunaverkfræðinemar í heimsókn til ÖRUGG

Tuttugu og fjórir sænskir nemar í brunaverkfræði komu í heimsókn til ÖRUGG um hvítasunnuna. Þeir fengu kynningu á brunaverkfræði á Íslandi og hinum ýmsu verkefnum ÖRUGG og nutu viðeigandi veitinga.

Nemarnir eru frá brunaverkfræðideild Tækniháskólans í Lundi (Lunds tekniska högskola, LTH), en nemar þaðan hafa komið í heimsókn til Íslands síðustu áratugi sem hluti af útskriftarferð. Því miður varð ekkert úr ferðunum 2020 og 2021 vegna Covid, en vonandi er slíkt liðin tíð.