ENGLISHEN
frettir

Seiðaeldisstöð í Tálknafirði

ÖRUGG verkfræðistofa vinnur nú að brunahönnun fyrir eina af stærstu framkvæmdum einkaaðila á Vestfjörðum. Um er að ræða stækkun á seiðaeldisstöð Arctic Fish ehf. í Norður-Botni í Tálknafirði, en kostnaðaráætlun hljómar upp á um 3,5 milljarða. Nýbyggingin verður 4.200 fermetrar með samanlagt um 7.200 rúmmetra kerjarými. Eftir stækkunina verður hægt að ala um 1.000 tonn af seiðum í stöðinni árlega. Það samsvarar um fimm milljónum 200 gramma stórra seiða, sem úr verður hægt að ala um það bil 25.000 tonn af laxi í sláturstærð.

Mikilvægt er að tryggja rekstraröryggi starfseminnar og því hefur ÖRUGG framkvæmt margvíslegar brunatæknilegar greiningar, meðal annars á mögulegri brunaþróun og reykflæði.  Við stöðina verður einnig reist varaaflstöð með þremur 1,4 MW varaaflsvélum til að auka afhendingaröryggi rafmagns. Breið þekking ÖRUGG verkfræðistofu í brunahönnun og öryggismálum, nýtist hvort sem tryggja þarf öryggi fólks eða fisks.

ÖRUGG vinnur verkefnið í náinni samvinnu við verktakafyrirtækið Eykt.