ENGLISHEN
frettir

Stækkun á Firði verslunarmiðstöð

ÖRUGG verkfræðistofa sá um brunahönnun vegna stækkunar og breytinga á innra skipulagi verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði. Viðbyggingin verður um 8.700 fermetrar og mun m.a. hýsa matvöruverslun og bókasafn. Á efri hæðum verða íbúðir og hótelíbúðir auk bílakjallara. Heildargólfflötur byggingarinnar verður um 16.700 fermetrar eftir stækkun.

Nýlega var lokið við steypu á botnplötu vegna viðbyggingar við verslunarmiðstöðina.

https://www.visir.is/g/20232445711d/-thetta-verdur-algjor-umbylting-fyrir-baeinn-

Framtíðar útlit Fjarðar verslunarmiðstöðvar

Margs konar útreikningar voru framkvæmdir til að tryggja sem öruggasta og hagkvæmasta útfærslu. Meðal annars var gerð hermun á reykflæði með þrívíðum reykflæðigreiningum og hermun á rýmingu frá verslunarmiðstöðinni vegna stærri viðburða. Vegna erfiðs aðgengis körfubíla að byggingunni var gerð áhættugreining þar sem brunahönnuð lausn var borin saman við viðmiðunarlausn og var sýnt fram á að brunahönnuð lausn væri mun öruggari lausn en viðmiðunarlausn samkvæmt byggingarreglugerð.  

ASK arkitektar eru aðalhönnuðir stækkunarinnar og breytinga á innra skipulagi en Strendingur verkfræðistofa sér um verkefnastjórnun.

Nánar má lesa umverkefnið hér:

https://fjordur.is/nybygging/