ENGLISHEN
frettir

Starfsdagar í vinnuvernd

Starfsdagar í umsjón ÖRUGG  verkfræðistofu eru sérsniðnir að hverjum vinnustað fyrir sig og áhersla lögð á blöndu af fræðslu og umræðum, allt með það að markmiði að vinnustaðurinn og vinnuaðstaðan verði sem allra best. Farið er yfir hentuga líkamsbeitingu við vinnu og hvernig starfsfólk getur haft áhrif á vinnuaðstöðu sína.

Það er sorgleg staðreynd að 60% allra veikindafjarvista í Evrópu eru vegna verkja í stoðkerfi, sérstaklega í baki og efri útlimum. Þetta er staðreynd sem allir vinnustaðir þurfa að taka alvarlega en sem betur fer er margt hægt að gera til að koma í veg fyrir að starfsfólk fari í þennan hóp. Með einföldum forvörnum og upplýsingum er hægt að auka viðveru og forða starfsfólki frá stoðkerfisvanda.

Einnig leggjum við áherslu á góð samskipti og vellíðan og fáum það fram hjá starfsmannahópnum hvað er hægt að gera til að bæta og efla vinnustaðamenninguna. Vinnustaður þar sem ríkir vellíðan og góð heilsa og þar sem vinnuumhverfið er gott skilar sér í ánægðara starfsfólki. Að huga að heilsu og vellíðan starfsfólks styður við betri ímynd vinnustaðarins og eykur árangur innan hans. Það eru ekki einungis starfsfólkið og vinnustaðurinn sem græða, heldur samfélagið í heild.

Innihald starfsdaganna getur verið mismikið – allt frá einum fyrirlestri upp í heilan dag.

Starfsdagur – Öryggis og vinnuverndardagur, ýmsir möguleikar:

  1. Tveir fyrirlestrar – 90 mín., á íslensku, ensku og pólsku
    a) 45 mín Líkamsbeiting við vinnu. Sérsniðin að fyrirtækinu.
    b) 45 mín Sálfélagslegt vinnuumhverfi. Samskipti, álag og vellíðan.
  2. Hálfur dagur – 3 klst.
    09.00-10.00  Fyrirlestur um líkamsbeitingu við vinnu.
    10.00-11.00 Fyrirlestur um sálfélagslegt vinnuumhverfi.
    11.00-12.00 Verkefnavinna - hópavinna. (Fyrirtækið vinnur sjálft úr niðurstöðum)
  3. Heill dagur – 5 klst.
    09.00-10.00 Fyrirlestur um líkamsbeitingu við vinnu.
    10.00-11.00 Fyrirlestur um sálfélagslegt vinnuumhverfi.
    11.00-12.00 Verkefnavinna- hópavinna.
    13.00-14.00 Samantekt úr verkefnavinnu og tillögur að áframhaldi.
    14.00-15.00 Ráðgjöf fyrir einstaklinga/hópa á starfsstöð.

Nánar um vinnuvernd ÖRUGG verkfræðistofu: https://www.oruggverk.is/thjonusta/vinnuvernd