ENGLISHEN
frettir

Tónleikar Backstreet Boys

Backstreet Boys héldu tónleika í Laugardalshöll í gær fyrir fullu húsi. Segja má að tónleikarnir hafi gengið glimrandi vel og var frábær stemning í Höllinni.

ÖRUGG verkfræðistofa sá um greiningu, undirbúning og skipulag rýmingarmála í samvinnu við Íþrótta- og sýningarhöllina, Senu og fjölmarga aðra aðila. Auk þess var ÖRUGG með vakt á staðnum og stjórnun á viðbrögðum vegna ýmissa atburða sem komið geta upp. Skipulag öryggis og skjót viðbrögð eru mikilvæg þegar um fjölmennan atburð sem þennan er að ræða. Stöðug vöktun fólksfjölda og byggingar, öflug samskipti og mikill fjöldi öryggisvarða og annarra viðbragðsaðila eru lykilþættir í að tryggja öryggi allra.

Laser á tónleikum Backstreet Boys