ENGLISHEN
frettir

True Detective öryggi

ÖRUGG verkfræðistofa var valin til að sjá um brunahönnun og öryggismál fyrir tökur á fjórðu þáttaröð True Detective: Night Country. Með aðalhlutverk fara Jodie Foster og Kali Reis. Í þáttaröðinni verður Ísland í hlutverki Alaska, en þegar löng vetrarnóttin leggst yfir smábæinn Ennis hverfa átta menn sem stjórna Tsalal-rannsóknarstöðinni.

HBO gerir mjög miklar kröfur til þeirra sem starfa við framleiðslu efnis og þurfa viðkomandi að búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á sínu sviði. Verkefni ÖRUGG hafa verið einstaklega fjölbreytt og spanna brunatæknilegar greiningar sviðsmynda, rýmingar- og viðbragðsáætlanir, úttektir á tökustöðum og fleira.

Night Country bætist við fjölbreytta flóru verkefna ÖRUGG í kvikmyndaiðnaðinum, sem orðinn er mjög öflugur á Íslandi.