ÖRUGG verkfræðistofa fékk það ánægjulega verkefni að aðstoða Kópavogsbæ við gerð umferðaröryggisáætlunar vegna byggingar nýs leikskóla við Skólatröð.
Bygging leikskólans hefur m.a. áhrif á öryggi barna á leið í Kópavogsskóla og mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem best. Framkvæmdir við leikskólann hófust vorið 2025, en gert er ráð fyrir að leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2026. Helstu hættur eru vegna umferðar stórra bíla í tengslum við byggingarsvæði leikskólans. Í umferðaröryggisáætlun sem gerð var fyrir Kópavogsskóla fólst m.a. áhættumat áhrifasvæðis í nálægð við byggingarsvæðið.
Gerð var merkingaráætlun þar sem fram kom afmörkun hættusvæðis með girðingu ogmerkingum. Í þessu verki sér ÖRUGG um samskipti og samráð við hagsmunaaðila,m.a. fulltrúa verkkaupa, stjórnendur Kópavogsskóla og fulltrúa verktaka. Einnig annast ÖRUGG eftirlit og eftirfylgni með öryggiráðstöfunum til samræmis við umferðaröryggisáætlunina. Meðal þeirra öryggisráðstafana sem ákveðið var að gera var lokun á Skólatröð fyrir gangandi og hjólandi umferð og skipulagning hjáleiða.
Við höfum átt gott samstarf við Kópavogsbæ í þessu verkefni og viljum meina að það sé til fyrirmyndar að stíga þetta skref að hafa forvarnir og öryggisráðstafanir í lagi strax á upphafsstigi framkvæmda.

.jpg)













.png)