ENGLISHEN
frettir

Vatnsverksmiðja í Ölfusi

ÖRUGG verkfræðistofa sá um hönnun brunavarna 20.000m2 stækkunar vatnsverksmiðju Icelandic Water Holdings í Ölfusi. Stærð verksmiðjunnar margfaldast við þessa stækkun og styður við áframhaldandi vöxt vörumerkisins Icelandic Glacial sem er öflugt vörumerki á heimsvísu. Verkefnið innihélt jafnframt brunahönnun samtengdrar gestastofu sem hönnuð er af margverðlaunaða japanska arkitektinum Tadao Ando sem er þekktur fyrir verk sín víðsvegar um heim.

Helsta áskorun í brunavörnum var að tryggja opið fyrirkomulag verksmiðjusalar og lagerrýma til að tryggja starfseminni sem bestar aðstæður, á sama tíma þurfti að tryggja öryggi fólks og aðkomumöguleika slökkviliðs til að sækja að bruna inni í byggingunni. Húsinu er skipt upp í reyksvæði og útbreiðsla elds og reyks takmörkuð með vatnsúðakerfi, reyktálmum við þak og öflugri reykræsingu. Framkvæmdar voru hermanir á bruna- og reykflæði í byggingunni miðað við mismunandi brunatilfelli og staðsetningar bruna. Útreikningar voru notaðir til að útfæra bestu lausn sem tryggir hámarksnýtingu hússins, öryggi fólks við rýmingu og aðstæður slökkviliðs við slökkvistörf.

Hönnuður aðaluppdrátta verkefnisins er M11 arkitektar. Hægt er að kynna sér verkefnið nánar á heimasíðu Ölfus Cluster.