ENGLISHEN
frettir

Viðurkenndir sérfræðingar í vinnuvernd

Hjá ÖRUGG starfa viðurkenndir sérfræðingar við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (46/1980) ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Atvinnurekandi skal þar að auki sjá um, að starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun í að framkvæma störf sín á öruggan hátt.

Mikil vitunarvakning hefur orðið varðandi öryggismál starfsfólks og vinnuverndar hugsun orðin mikilvægur þáttur í starfi fyrirtækja. ÖRUGG aðstoðar fyrirtæki við greiningu á stöðu öryggis- og vinnuverndar og þeirra krafna sem eiga við um viðkomandi starfsemi. Mikil áhersla er lögð í að ná fram jákvæðu hugarfari starfsmanna til öryggismála til að tryggja sem best öryggi starfsmanna við vinnu og rekstraröryggi fyrirtækja.

Starfsmenn ÖRUGG hafa áratuga alþjóðlega reynslu í öryggis- og vinnuverndarmálum fyrir öll þrep framkvæmda, sem hefur sýnt að það sé hægt að ná fram raunverulegum árangri í að útiloka alvarleg slys og lækka slysatíðni verulega með markvissri áhættustjórnun. ÖRUGG aðstoðar fyrirtæki við að uppfylla kröfur löggjafar um vinnuvernd með gerð forvarnaáætlunar, öryggis- og heilbrigðisáætlunar, áhættumats starfa, auk námskeiðahalds og nauðsynlegra æfinga.