ÖRUGG verkfræðistofa býður vinnustöðum upp á námskeið í skyndihjálp fyrir starfsmannahópa.
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar.
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu og færni, starfsfólks í skyndihjálp og það sé þar með betur í stakk búið að bregðast við þegar á þarf að halda. Lögð er áhersla á rétt viðbrögð við neyð ásamt almennum aðferðum við skyndihjálp.
Boðið er upp á fjögurra klukkustunda staðnámskeið, einnig er hægt að fá lengri og sérhæfðari námskeið. Efnistök er hægt að aðlaga eftir óskum hvers hóps.
Mælt er með endurmenntun eftir tvö ár.
Námskeiðið er viðurkennt af Rauða krossinum.
Vinnuvernd, skyndihjálp
Skyndihjálparþekking er eitt af því mikilvægasta sem hægt er að hafa í farteskinu. Þeir sem hafa tekið námskeið í skyndihjálp eru mun líklegri til að sýna rétt viðbrögð í neyð.
ÖRUGG verkfræðistofa leggur áherslu á skilvirkt námskeið, sem er byggt á kröfum Rauða krossins og þróað fyrir mismunandi starfsgreinar og stærð vinnustaða.
Verð námskeiðsins er 38.000,- á þátttakanda en einnig er hægt að fá verðtilboð.
Lágmarksfjöldi á námskeiði er 5 og hámarks fjöldi er 20 manns.
Starfsmenntasjóðir margra stéttarfélaga veita fyrirtækjastyrk vegna fræðslu og námskeiða ÖRUGG verkfræðistofu.
Hafið samband við Eyþór Kára Eðvaldsson eythor@oruggverk.is til að fá nánari upplýsingar og tilboð.
"Námskeiðið í vinnuvernd var mjög fræðandi og gagnlegt. Fyrirlestrarnir voru skýrir og hagnýtir, og ég fékk góða innsýn í mikilvægi öryggis á vinnustað. Mæli eindregið með því fyrir alla sem vilja bæta þekkingu sína á þessu sviði."
"Námskeiðið var bæði vandað og vel skipulagt. Það veitti mér dýpri skilning á öryggismálum og verkleg ráð til að tryggja betra vinnuumhverfi. Ég mæli með því fyrir alla sem bera ábyrgð á vinnuvernd."
"Námskeiðið var mjög gagnlegt og fræðandi. Efnið var skýrt útskýrt og auðvelt að tileinka sér. Ég tel mig nú betur í stakk búinn til að stuðla að öruggara vinnuumhverfi. Mæli með því fyrir alla starfsmenntun."
ÖRUGG verkfræðistofa er leiðandi verkfræðistofa í öryggismálum á Íslandi. Stofan hefur á að skipa um 20 sérfræðingum á sviði öryggis, vinnuverndar, brunavarna, umhverfismála, vingreina og upplýsingalíkana byggingarhönnunar (BIM).
Stéttarfélög bjóða upp á styrki fyrir flest námskeið ÖRUGG. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi hvað er í boði þegar kemur að námskeiðum.
Kennarar eru starfsfólk ÖRUGG verkfræðistofu, sem hafa langa reynslu af hönnun og ráðgjöf á viðkomandi sviði auk reynslu í kennslu og námskeiðshaldi.
Námskeið ÖRUGG eru byggð upp með það að markmiði að þau nýtist sem best fyrir nemendann. Starfsólk miðlar af mikilli reynslu, sem nýtist beint í miðlun þekkingar.
Orugg community, the new community is geared towards more general discussion about subjects and careers, and anything else you're passionate about. You can connect with other learners outside individual courses without losing the connection after the course has finished.