ENGLISHEN

Höfði Lodge við Grenivík

Brunahönnun á nýju 5.500 fermetra lúxushótel við Grenivík. Hótelið mun standa í hlíðum Þengilhöfða, skammt suður af Grenivík, með útsýni yfir Tröllaskaga og Eyjafjarðarmynni.

Byggingin verður á fjórum hæðum og að hluta steinsteypt og að hluta úr léttum timbureiningum. Markmið brunahönnunar er að tryggja öryggi fólks og eignavernd viðeldsvoða, og á sama tíma tryggja að brunavarnir og hönnun hótelsins fari saman til að útkoman sé af háum gæðum með tilliti til heildar hönnunar hússins. Arkitektar hótelsins eru G1 Architecture í Bretlandi og AVH á Akureyri.

Hótelið mun hýsa 40 herbergi ásamt heilsurækt, veitingastað, vínveitingastað og fleira. Áhersla verður á afþreyingattengda ferðamennsku svo sem þyrluskíðaferðir, fjallaskíðaferðir, vélsleðaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, hestaferðir, veiði og fleira.

Hönnun er nú í fullum gangi og stefnt er á að hefja framkvæmdir á vormánuðum 2021.

Nánariupplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu Höfði Lodge www.hofdilodge.com.

(Myndir af heimasíðu)