ENGLISHEN

Leikskóli úr CLT einingum

ÖRUGG sá um brunahönnun nýs leikskóla í Sandgerði. Húsið er hannað sem timburhús úr svokölluðum CLT einingum, sem eru krosslímdar timbureiningar. Timbureiningarnar mynda útveggi, þak og milliveggi hússins og eru jafnframt burðarvirki mannvirkisins.

Brunavarnir eru mjög mikilvægur þáttur þegar kemur að hönnun leikskóla, jafnframt er enn mikilvægara að hugsað sé vel fyrir öryggi þegar notuð eru brennanleg byggingarefni líkt og í þessu tilfelli. Með brunatæknilegri hönnun má útfæra slíkar byggingar þannig að öryggi sé sambærilegt eða betra en í byggingu úr hefðbundnari byggingarefnum. Framkvæmdar voru sérstakar greiningar á bruna- og reykflæði í byggingunni og sam spilbrunahólfunar, rýmingarleiða og notkun brunatæknilegra kerfa ákvörðuð byggt á niðurstöðum greininga. Þannig má velja lausnir sem uppfylla ítrustu kröfur um öryggi og tryggja jafnframt hagkvæmni í framkvæmd og þægindi fyrir framtíðar notendur byggingarinnar.

Arkitektar hússins eru JeES arkitektar.

ÖRUGG býr yfir sérþekkingu á brunatæknilegum útfærslum bygginga úr krosslímdum timbureiningum og beitir nýjustu þekkingu og hugbúnaði við útfærslu á slíkum mannvirkjum. Lesa má nánarum brunahönnun slíkra mannvirkja i bloggi ÖRUGG.