ENGLISHEN

Ný líftækniverksmiðja Algalíf

Ný 7.000 fermetra framleiðslubygging líftæknifyrirtækisins Algalíf við Axartröð 1 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Samtals verða nýrri og eldri bygging um 12.500 fermetrar og munu þær hýsa þróun og framleiðslu auk skrifstofu og starfsmannarýma. Byggingin verður tilbúin árið 2023 og mun þá hýsa stærstu astaxanthin-framleiðslu í heiminum. Efnið er framleitt úr þörungum og nýtur vaxandi vinsælda sem fæðubótarefni, enda er það mjög sterkt andoxunarefni.

ÖRUGG verkfræðistofa sér umbrunahönnun fyrir bygginguna, þar sem mikilvægt er að brunavarnir séu lagaðar að flókinni og sérhæfðri starfsemi. Framkvæmdir hafa verið margs konar útreikningar til að tryggja sem öruggasta og hagkvæmasta útfærslu, með þrívíðum greiningum á loft- og reykflæði ásamt hættu á útbreiðslu elds.  

ÖRUGG hefur unnið að brunahönnuninni í samvinnu við Algalíf Iceland ehf. og Glóru ehf. í Reykjanesbæ, sem eru aðalhönnuðir byggingarinnar. Mynd gerð af Glóru, fengin af heimasíðu Algaílf.