ENGLISHEN

Nýjar höfuðstöðvar Skattsins

Nýjar höfuðstöðvar Skattsins, sem við Katrínartún 6. Byggingin verður alls um 11.700 m2 á níu hæðum, auk tveggja kjallarahæða. Auk þess verður bílageymsla á tveimur hæðum í kring um bygginguna og ein þar fyrir neðan, sem umlykur hana að hluta. Skatturinn er í dag með starfsemi í þremur byggingum á höfuðborgarsvæðinu en mun verða á einum stað eftir flutningana. Í byggingunni verður einnig til húsa Fjársýsla ríkisins.

ÖRUGG verkfræðistofa sér um brunahönnun og áhættugreiningu fyrir skrifstofubygginguna og stækkun bílageymslu Höfðatorgs.  

Um er að ræða síðustu bygginguna á Höfðatorgs reitnum, en fyrir eru þrennar skrifstofubyggingar ásamt verslunum og þjónustu, fjölbýlishús og hótel, auk bílageymslu undir öllum reitnum. Þess má geta að starfmenn ÖRUGG verkfræðistofu hafa hannað allar byggingarnar á reitnum.

Margskonar útreikningar hafa verið gerðir til að finna bestu lausnir fyrir bygginguna. Áhættugreining var gerð til að meta virkni tæknilegra kerfa og heildar öryggi byggingarinnar m.t.t. öryggis fólks. Sérfræðingar ÖRUGG hafa mikla reynslu í áhættugreiningum bygginga og hafa stundað rannsóknir og haldið fjölmarga fyrirlestra hérlendis og erlendis um slíka aðferðarfræði.

ÖRUGG hefur unnið að hönnun byggingarinnar í náinni samvinnu við PK arkitekta, aðra meðhönnuði og Íþöku, sem er verkkaupi. Eykt er byggingaraðili.

Mynd: PK arkitektar