ENGLISHEN

Nýtt flugskýli Landhelgisgæslu Íslands

ÖRUGG verkfræðistofa sá um brunahönnun fyrir nýtt flugskýli Landhelgisgæslu Íslands. Flugskýlið ásamt tengibyggingu verður um 2.800 fermetrar, en eldra flugskýli er um 1600 fermetrar.

Öryggi er lykil atriði í starfsemi Landhelgisgæslu Íslands. Nýtt flugskýli og starfsmannaaðstaða þurfa því að uppfylla ítrustu kröfur, en um leið vera aðlöguð byggingum og rekstri. Burðarvirki flugskýlisins verður úr límtrésbitum en burðarvirki skrifstofuhluta flugskýlis og tengibyggingar verður úr krosslímdum timbureiningum (CLT).

Gerðir voru sérstakir útreikningar á brunaþróun og reykflæði í flugskýli til að meta reyklosunarþörf og nauðsynlegan tíma til aðgerða áður en aðstæður til björgunar verði erfiðar. Einnig var metin útfærsla slökkvikerfa. sem þurfa að vera sérhæfð fyrir flugskýli.

Arkitektar verkefnisins eru bj.snæ arkitektar.