ENGLISHEN

Öryggi í kvikmyndaframleiðslu

ÖRUGG sér um brunahönnun og brunatæknilegar úttekir fyrir kvikmyndaverið í Gufunesi, þar sem fram hafa farið tökur á íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, s.s. Ófærð. Fyrirhugað er að taka skrifstofuhluta byggingarinnar í notkun á næstu misserum. Arkitektar eru Plús arkitektar.

ÖRUGG hefur tekið út brunaöryggi leikmynda, hvort sem um er að ræða sjónvarpsgerð með fjölda gesta eða flóknar leikmyndir í umfangsmiklum þáttaröðum.

Mikilvægt er að tryggja öryggi gesta, starfsfólks og starfseminnar sjálfrar

Eldsvoði og aðrir atburðir geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemina og jafnvel stöðvað framleiðsluna um langan tíma. Því er öryggið eitt af því sem leggja þarf mikla áherslu á í kvikmyndagerð.