ENGLISHEN

Öryggi í kvikmyndatökum Netflix

ÖRUGG verkfræðistofa sá um gerð merkingaáætlana vegna götulokana til að tryggja öryggi vegfarenda og tökuliðs vegna töku á Netflix myndinni Heart of Stone.

Um voru að ræða einar umfangsmestu lokanir á götum vegna kvikmyndaframleiðslu á Íslandi. Víðtækar lokanirnar voru í Reykjavík, þar sem m.a. þarf að loka stórum hluta Sæbrautar og fyrir framan Hörpu. Einnig voru tökur við Hallgrímskirkju og um Frakkastíg. Á Álftanesi var nýi Álftanesvegur lokaður að hluta. ÖRUGG gerði yfir 20 teikningar sem sýna lokanir á mismunandi svæðum og á mismunandi tímum og skilgreindar voru hjáleiðir og upplýsingaskilti til vegfarenda, til að auðvelda umferð eins og kostur væri.

Undirbúningur vegna kvikmyndatöku af þessari stærðargráðu var mikill og átti sér langan aðdraganda, en TrueNorth sáu um heildarskipulagningu verkefnisins á Íslandi. Í verkefninu voru um 600 manns í tökuliðinu og aukaleikarar á fjórða hundrað.

Stórstjörnunar Jamie Dorn­an og Gal Gadot fara með aðal­hlut­verk í myndinni, sem er spennumynd í anda Mission Impossible. Þar sem kvikmyndin gerist að hluta til á Íslandi má reikna með að hún verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Ísland.